Tenglar

26. ágúst 2008 |

Ekki verslunarmaður að eðlisfari

1 af 4

„Verslunarrekstur er ekki vinna af því tagi sem mér hentar. Núna er ég búinn að sannreyna það", segir Björn Fannar Jóhannesson á Reykhólum. Athygli vekja auglýsingar þess efnis að verslunin Hólakaup á Reykhólum er til sölu eftir aðeins um hálfs árs rekstur í höndum nýrra eigenda, Fannars og eiginkonu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Þau hafa rekið búðina af miklum myndarskap en Fannar vill komast í gamla starfið sitt á ný enda er hann ekki með vaxtarlag hins dæmigerða afgreiðslumanns, ef svo mætti segja.

 

„Ég er einfaldlega enginn verslunarmaður að eðlisfari. Ég hef þörf fyrir að vinna erfiðisvinnu og hef lítinn áhuga á tölvum og því sem þar þarf að gera í þessu starfi. Auk þess erum við með bæði ungbarn og lítinn dreng og það er erfitt að púsla þessu saman með tvö smábörn. Guðrún konan mín hefur verið með mér í búðinni eins og hún hefur getað en jafnframt hefur hún eftir sem áður unnið á skrifstofunni í Þörungaverksmiðjunni. Við höfum hjálpast að og skipst á eins og við höfum getað", segir Fannar.

 

„Þetta hefur gengið eins vel þennan tíma og við gátumst framast vonað og sumarið var mjög gott", segir Fannar. Hann reiknar með því að fara aftur að vinna í Þörungaverksmiðjunni þar sem hann er öllum hnútum kunnugur. „Ég er búinn að læra það núna að starf af þessu tagi er ekkert fyrir mig."

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31