8. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is
Eldri borgarar í heimsókn í Barmahlíð
Hópur fólks í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi kom í rútu í heimsókn á Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum, spilaði bingó ásamt heimafólki, drakk síðdegiskaffi og söng nokkur lög við undirleik Halldórs Þórðarsonar. Meirihluti gestanna var úr Dalabyggð en fjórir úr Reykhólahreppi.
Bingóstjóri var Björk Bárðardóttir á Reykhólum. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.
Sjá einnig:
► Starf félags eldri borgara fram á vorið