19. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Eldsneytisþjófnaður í Króksfjarðarnesi
Í gær uppgötvaðist að allir lásar á áfylliopum eldsneytistankanna í Króksfjarðarnesi höfðu verið klipptir af og merki um að eldsneyti hafi verið dælt úr tönkunum. Grunur leikur á að nokkur þúsund lítrum hafi verið stolið. Ástæða er til að menn séu á varðbergi í þessum efnum, ekki síst þar sem tankar eru afskekktir og auðvelt að athafna sig án þess að mikið beri á því.
Þeir sem veitt geta upplýsingar um þetta mál eru beðnir að hafa samband við lögreglu.