11. desember 2009 |
Eldvarnaæfing á Dvalarheimilinu Barmahlíð
Slökkvilið Reykhólahrepps gekkst síðdegis í gær fyrir eldvarnaæfingu á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum og þar fyrir utan. Æfð var reykköfun í einni álmu heimilisins þannig að slökkviliðsmenn fóru blindandi inn og fundu fólk sem hafði falið sig þar. Einnig voru kveiktir eldar utan við húsið og voru starfsfólki heimilisins kennd handbrögðin við að slökkva eld. Allt starfsfólkið tók þátt í æfingunni.
Meðfylgjandi myndir frá slökkvistarfinu tók Jón Kjartansson. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Meðfylgjandi myndir frá slökkvistarfinu tók Jón Kjartansson. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Á næstunni verður heimilinu skipt í þrennt með eldvarnahurðum sem lokast sjálfkrafa ef eldur kemur upp.