19. apríl 2011 |
Elfar Logi formaður Félags vestfirskra listamanna
Yfir hundrað manns hafa þegar skráð sig í Félag vestfirskra listamanna sem stofnað var á Listamannaþingi Vestfjarða á Ísafirði fyrir rúmri viku. Stjórnin sem kjörin var á stofnfundinum hefur skipt með sér verkum. Elfar Logi Hannesson leikari er formaður, Matthildur Helga- og Jónudóttir er ritari og Jón Þórðarson varaformaður.
Þeir sem vilja ganga í félagið geta sent póst á netfangið m@snerpa.is. Þeir sem skrá sig fyrir 1. september gerast stofnfélagar. Félagsgjöld eru 1.000 krónur fyrir einstaklinga og 2.000 krónur fyrir félög og fyrirtæki.
Sjá nánar:
17.04.2011 Félag vestfirskra listamanna stofnað