Tenglar

6. febrúar 2012 |

Elínborg og Fanney Sif kynna hugmyndir sínar

Elínborg og Fanney Sif.
Elínborg og Fanney Sif.

Fyrsti súpufundurinn í nýrri lotu á Reykhólum verður annað kvöld, þriðjudag, í matsal Reykhólaskóla. Þar kynna þær Elínborg Egilsdóttir og Fanney Sif Torfadóttir verðlaunahugmyndir sínar fyrir sveitungum og svara spurningum. Auk þess verður fjallað um Landsbyggðarvini. Húsið verður opnað kl. 18.30 og þá getur fólk fengið sér veitingar en fundurinn byrjar kl. 18.45. Steinar í Álftalandi sér um veitingarnar sem kosta 800 krónur.

 

Elínborg kynnir hugmyndir sínar um ylströnd við Þörungaverksmiðjuna en Fanney Sif kynnir hugmyndir sínar um ferðaþjónustu í héraðinu árið um kring.

 

Súpufundir til kynningar á fyrirtækjum og starfsemi í Reykhólahreppi voru haldnir mánaðarlega í fyrravetur eða frá því í september og fram í apríl á liðnu vori. Í þeirri lotu sem núna er að hefjast verða þeir fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði fram í ágúst.

 

Sjá nánar:

Stelpurnar okkar deildu fyrstu verðlaununum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31