Tenglar

31. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ellefu pör á Opna Hólakaupsmótinu í bridge

Þrjú efstu pörin á mótinu.
Þrjú efstu pörin á mótinu.
1 af 16

Opna Hólakaupsmótið í bridge (sem kemur í stað Dalbæjarmótsins á Snæfjallaströnd) fór fram í íþróttahúsinu á Reykhólum í gær. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Saurbæingarnir Jón Jóhannsson og Davið Stefánsson (59,7%), 2. sæti Eyvindur Magnússon og Jón Stefánsson (57,4%) og 3. sæti Selfyssingarnir Karl Þ. Björnsson (frá Smáhömrum á Ströndum) og Össur Friðgeirsson (55,5%). Stutt var síðan í 4. sætið, en þar lentu Strandamennirnir Guðbrandur Björnsson og Vignir Pálsson (55,2%). Alls spiluðu 11 pör. Mótsstjóri var Þórður Ingólfsson.

 

Verslunin Hólakaup á Reykhólum var stærsti styrktaraðilinn en líka gáfu tvö önnur fyrirtæki á Reykhólum verðlaun, Norður og Co. (salt) og Gullsteinn (þörungatöflur). Kvenfélagið Katla sá um framreiðslu og fékk keppnisgjöldin í staðinn. Kjötsúpuna í hléi gerði kaupmaðurinn og varð engum meint af, segir hann. Miklar sviptingar urðu á skortöflu eftir súpuna, hverju sem það var að þakka eða kenna. Myndirnar tala sínu máli.

 

Á Facebooksíðu sinni segir einn keppendanna, Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð: Frábærar móttökur á Reykhólum, úrvals kjötsúpa og skemmtileg spilamennska.

 

Athugasemdir

Guðbrandur Björnsson, mnudagur 01 september kl: 00:10

Þakka fyrir gott mót og frábærar móttökur,það er rétt að kjötsúpan var görótt.


'Eg mæti að ári.

Mundi Páls,, mnudagur 01 september kl: 20:17

Þakka fyrir gott mót og frábærar móttökur takk

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31