Tenglar

14. nóvember 2016 | Umsjón

Elst allra á Hrafnistu fyrr og síðar

Jensína á afmælinu sínu á fimmtudag.
Jensína á afmælinu sínu á fimmtudag.

Jensína Andrésdóttir frá Þórisstöðum við Þorskafjörð varð 107 ára þann 10. nóvember. Hún er næstelsti Íslendingurinn, fædd á Þórisstöðum í Gufudalssókn árið 1909 og alin þar upp. Systkinin voru fimmtán. Öll nema eitt náðu fullorðinsaldri og urðu þau, önnur en Jensína, frá 52 til 94 ára.

 

Þetta kemur fram á vefsíðunni Langlífi sem Jónas Ragnarsson ritstjóri heldur úti.

 

Þegar Jensína fór að heiman gerðist hún vinnukona við Ísafjarðardjúp tvo vetur en fór síðan til systur sinnar sem átti tólf börn og hjálpaði við heimilishaldið. Lengst af bjó Jensína, sem aldrei giftist eða eignaðist börn, í Reykjavík og sinnti gjarnan ræstingum og þjónustustörfum ýmiss konar, segir þar.

 

Jensína hefur dvalist á Hrafnistu í Reykjavík síðustu nítján árin. Á vef heimilisins segir að hún sé sá íbúi sem hefur náð hæstum aldri í tæplega 60 ára sögu Hrafnistu.

 

Jensína Andrésdóttir frá Þórisstöðum 105 ára (11. nóvember 2014).

 

Ættmóðirin Sesselja Jónsdóttir úr Svefneyjum (7. janúar 2013).

 

Fjórar konur úr héraðinu sem náð hafa 103 ára aldri (6. janúar 2013).

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, mnudagur 14 nvember kl: 19:09

Svo vill til, að móðir mín fæddist líka í Gufudalssókn árið 1909.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31