Tenglar

13. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Embla Dögg býður sig fram

Embla Dögg Bachmann
Embla Dögg Bachmann

Kæru sveitungar!

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í sveitarstjórn Reykhólahrepps. Ég er tilbúin að vera rödd unga fólksins eða þið vitið, gott að hafa fólk úr fjölbreyttum aldurshópum til að fá fjölbreyttari skoðanir og viðhorf, þar sem er farið að koma mikið meira af ungu fólki hingað sem er jákvætt og frábært. Ég hef mikinn áhuga á því að hjálpa til við að byggja áfram þetta flotta samfélag sem við eigum. Það skiptir sveitina okkar miklu máli að framtíð og möguleikar unga fólksins í Reykhólahreppi séu fjölbreyttari og fólk hafi áhuga á að setjast að hér á Reykhólum. Það er margt gott búið að gerast í þeim málum en það er klárlega margt sem mætti bæta. Það er mikilvægt að við gerum það sem við getum til halda í unga fólkið okkar og höldum áfram að stuðla að bættri framtíð, og fleiri möguleikum fyrir alla sem vilja, í sveitinni okkar!

Ég vil koma með dæmi um málefni sem mér finnst skipta máli að sveitarstjórn beiti sér fyrir og ég vil leggja áherslu á ef ég verð kosin en þau mikilvægustu eru að :

-          Auka atvinnumöguleika, hvetja fólk til að stofna til nýrra atvinnumöguleika og þá sækjast jafnvel fleiri á staðinn.

-          Húsnæðismál, en þau hafa lengi verið vandamál á Reykhólum og til að það sé ekki undirmannað alls staðar þurfum við að hafa húsnæði fyrir nýtt fólk sem hefur áhuga á að koma hingað og vinna.

-          Auka afþreyingu fyrir unga sem aldna, t.d. að fá meiri fjölbreytni í íþróttaiðkun barna og unglinga.

-          Síðan að sjálfsögðu þessi vegamál, en það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir marga íbúa hreppsins að þau leysist sem fyrst svo hægt verði að byrja framkvæmdir.

-          Startpakkinn, hann er æðislegur og hefur reynst vel í hvatningu við fjölgun íbúa á staðnum og mun vonandi halda því áfram.

-          Heilsueflandi samfélag, önnur sveitarfélög á landinu hafa verið að leggja áherslu á heilsueflandi samfélag þar sem gefnir eru afslættir á ýmsu sem telst heilsueflandi, eða jafnvel boðið upp á án gjalds, og þetta eykur og hvetur til heilsueflingu samfélagsins . Mig langar að reyna eitthvað svipað hér á Reykhólum og leggja áherslu á góða líðan, líkamlega sem andlega, því auðvitað viljum við öll að fólki líði vel hérna og er það mikilvægt.

-          Íbúafundur, að sjálfsögðu myndi ég fyrst og fremst vilja vinna í hugmyndum frá íbúum , þar sem við eigum öll að hjálpast að við þetta, en þessi atriði hér eru þeir hlutir sem mér finnst skipta mestu máli í að halda samfélaginu okkar svona góðu og gera það enn betra.

Ég vona að ég hafi náð til þín með þessum skrifum og að ég fái þitt atkvæði, en það væri mér mikill heiður að fá að starfa í sveitarstjórn.

X-EMBLA!

Embla Dögg Bachmann Jóhannsdóttir

 


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30