Tenglar

14. desember 2011 |

En vert er að geta um vandamál Breta

Eysteinn í Skáleyjum á Kára árið 1986.
Eysteinn í Skáleyjum á Kára árið 1986.
1 af 2

Komið er hér á vefinn nokkurt safn af limrum eftir Eystein G. Gíslason (Eystein í Skáleyjum). Í vöggugjöf fékk hann leikandi hagmælsku og bæði lausavísurnar hans og limrurnar flugu víða, en núna er hann aldraður orðinn og hættur að yrkja. Eysteinn var bóndi og ekki síst hlunnindabóndi í Skáleyjum á Breiðafirði en líka var hann kennari á Flateyri um árabil.

 

Eysteinn í Skáleyjum er líklega í hópi fremur fárra sem hafa verið í sveitarstjórn á fleiri en einum stað. Annars vegar átti hann sæti í hreppsnefnd á Flateyri og hins vegar í Flateyjarhreppi sem síðar varð hluti hins sameinaða Reykhólahrepps. Eysteinn var meðal stofnenda Skáksambands Vestfjarða árið 1976 og var kosinn í fyrstu stjórn þess.

 

Gjarnan orti Eysteinn limrur um málefni líðandi stundar, innan lands sem utan, og nefndi þær „fréttamyndir teknar með flassi“.

 

Á fyrri myndinni sem hér fylgir er Eysteinn á bátnum Kára árið 1986, fyrir fjórðungi aldar. Á mynd nr. 2 er hann staddur úti í Drangey á Skagafirði árið 1998.

 

Hér skulu tilfærðar tvær af limrum Eysteins en að öðru leyti vísað í Gamanmál af ýmsu tagi í valmyndinni hér vinstra megin: Limrur eftir Eystein í Skáleyjum.

 

          Hátignir

          Hugþekkar hefjast til skýjanna

          hátignir Dana og Svíanna.

                En vert er að geta

                um vandamál Breta:

          Vesalings Kalli og Díana!

 

          Járnkarl

          Af ótta við kvalræði hvellt hrín

          kvíðandi aftöku gelt svín.

                En háskanum storkar

                og heilmiklu orkar

          rússneski járnkarlinn Jeltsín.

 

Sjá hér á Ljósmyndasíðu Rikka fróðleik um bátinn Kára, sbr. mynd nr. 1, og myndir frá endursmíði hans allt til þessa dags.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31