Tenglar

24. júní 2015 |

Endar ná saman

Slitlagskaflarnir tengdir saman.
Slitlagskaflarnir tengdir saman.

Suðurverk hefur lokið við að klæða seinni kaflann af nýjum Vestfjarðavegi um Múlasveit í vesturhluta Reykhólahrepps. Er nú kominn góðvegur frá Bíldudal og til Reykjavíkur, að undanskildum þrætukaflanum í Gufudalssveit sem jafnan er kenndur við Teigsskóg. Nýi vegurinn er tæplega 16 kílómetrar, frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði, og liggur meðal annars yfir brýr á Kjálkafirði og Mjóafirði. Leysir hann af hólmi átta kílómetrum lengri veg sem lagður var um fjarðabotnana.

 

Gamli vegurinn var krókóttur og oft holóttur, og snjóþungur á köflum. Suðurverk fékk verkið eftir útboð á árinu 2012 og var tilboðsfjárhæð um 2,5 milljarðar króna. Er þetta eitt stærsta vegagerðarverkefni hér á landi síðustu árin, fyrir utan jarðgangagerð.

 

„Verkið gekk vel,“ segir Guðmundur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Suðurverki. Hann segir að fyrirtækið eigi að skila verkinu í september, en geri það vonandi mánuði fyrr. Núna þegar bundið slitlag er komið á veginn þarf að ganga frá vegköntum og námum.

 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30