24. apríl 2015 |
Endilega komið með handavinnuna og góða skapið
Aðalfundur Kvenfélagsins Kötlu verður haldinn í Reykhólaskóla á mánudag, 27. apríl, og hefst hann kl. 20. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf (skýrsla stjórnar, ársreikningur lagður fram og inntaka nýrra félaga) og önnur mál. Allar konur sem vilja gerast félagar eru boðnar velkomnar í félagið. Þær geta hvort heldur væri haft samband við einhverja neðangreindra stjórnarkvenna fyrir fundinn eða mætt á hann.
Að fundi loknum verða kaffiveitingar sem stjórnin sér um. „Endilega komið með handavinnuna og góða skapið, verið hjartanlega velkomnar!“ segja undirritaðar.
Áslaug B. Guttormsdóttir formaður,
Steinunn Ó. Rasmus ritari,
Svanhildur Sigurðardóttir gjaldkeri.