Tenglar

18. febrúar 2021 | Sveinn Ragnarsson

Endurbætur á Reykhólahöfn

Reykhólahöfn á sumarkvöldi mynd SR
Reykhólahöfn á sumarkvöldi mynd SR
1 af 9

Núna á dögunum var kveikt á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um staðsetningu skipa í innsiglingarrennu að höfninni. Hann virkar í stuttu máli þannig að 3 ljós eru á vitanum, rautt, hvítt og grænt, ef eingöngu hvíta ljósið er sýnilegt, eru sjófarendur á réttum stað í rennunni.

 

Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingarrennunnar fjær höfninni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Á framkvæmdaáætlun siglingasviðs Vegagerðarinnar 2021 – 2024 er endurbygging og stækkun stálþilsbryggjunnar. Stækkunin er lenging á viðlegukanti til SV, þannig að bryggjan sem er eins og L í laginu verður T laga.

 

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn.  Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs.

 

Undirbúningur er raunar hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf. sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. Til gamans má geta þess að prammastjórinn, Gunnar Oddur Halldórsson er ættaður frá Ingunnarstöðum og hefur mikið verið hér í sveit, á unglingsárum í sveit á Kambi og síðar við vinnu á þungavinnuvélum.

Flestar myndirnar tók Finnur Árnason um borð í Gretti, þegar menn frá vegagerðinni voru að stilla og ganga frá innsiglingarmerkjunum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30