Tenglar

17. maí 2009 |

Endurbygging hluta Laxárdalsvegar boðin út

Snemma í síðasta mánuði skoraði Byggðarráð Dalabyggðar á vegamálastjóra að bjóða hið fyrsta út framkvæmdir við endurbætur á veginum um Laxárdal, sem er þjóðleið milli Dala og Stranda og „ekki boðlegur eins og ástand hans er í dag“, eins og sagði í áskorun ráðsins. Nú hefur Vegagerðin boðið út endurgerð á 3,6 km kafla á Laxárdalsvegi frá slitlagsenda við Höskuldsstaði rétt austur fyrir Leiðólfsstaði. Verkinu skal að fullu lokið í nóvemberlok. Tilboð verða opnuð 26. maí.

 

Sjá einnig:

02.05.2009 Vorið leikur hinn óboðlega Laxárdalsveg illa

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30