Endurhæfing til atvinnuþátttöku í heimabyggð
Starfsendurhæfing Vestfjarða var stofnuð í september 2008 af 21 stofnaðila. Innan þess hóps eru öll sveitafélög á Vestfjörðum, heilbrigðisstofnanir, Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, stéttafélög, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vinnumálastofnun á Vestfjörðum og Fjölmenningasetur.
Forstöðumaður stofnunarinnar er Harpa Lind Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi.
Byrjað er að taka við umsóknum um þátttöku í verkefninu og stefnt er að því að fyrsta námskeiðið fari af stað í byrjun mars. Forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða svarar fyrirspurnum og tekur á móti umsóknum þátttakenda um starfsendurhæfingu á skrifstofu stofnunarinnar að Árnagötu 2 - 4 á Ísafirði, í síma 450 3070 eða á harpa@sev.is
Usóknareyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.sev.is