Tenglar

23. febrúar 2009 |

Endurhæfing til atvinnuþátttöku í heimabyggð

Grillaður selur skorinn
Grillaður selur skorinn
Í endurhæfingunni verður lögð áhersla á einstaklingsbundin úrræði sem miðast að því, að efla fólk til sjálfshjálpar eftir þörfum hvers og eins, meðal annars með menntun og fræðslu, fjármálaráðgjöf, sálfræðistuðningi, líkamsþjálfun o.fl. Þjónustan mun einnig fela í sér að undirbúa einstaklinginn fyrir vinnu, greina atvinnutækifæri hans, aðstoða hann við atvinnuleit og gerð atvinnuumsókna og tímabundinn stuðning á vinnustað ef með þarf.

 

Starfsendurhæfing Vestfjarða var stofnuð í september 2008 af 21 stofnaðila. Innan þess hóps eru öll sveitafélög á Vestfjörðum, heilbrigðisstofnanir, Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, stéttafélög, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vinnumálastofnun á Vestfjörðum og Fjölmenningasetur.  

Forstöðumaður stofnunarinnar er Harpa Lind Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi.

 

Byrjað er að taka við umsóknum um þátttöku í verkefninu og stefnt er að því að fyrsta námskeiðið fari af stað í byrjun mars. Forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða svarar fyrirspurnum og tekur á móti umsóknum þátttakenda um starfsendurhæfingu á skrifstofu stofnunarinnar að Árnagötu 2 - 4 á Ísafirði, í síma 450 3070 eða á harpa@sev.is

Usóknareyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.sev.is

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31