Tenglar

18. mars 2009 |

Endurnýjun á þingi líklega mest í NV-kjördæmi

Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.

Síðasta helgi var mesta prófkjörshelgin í aðdraganda kosninganna 25. apríl og liggur nú nokkuð ljóst fyrir hverjir munu skipa efstu sætin á mörgum framboðslistum þeirra flokka sem nú eiga sæti á Alþingi. Eitt prófkjör er þó eftir og það sem e.t.v. er beðið með hvað mestri spennu. Það er prófkjör sjálfstæðismanna hér í Norðvesturkjördæmi, þar sem sautján frambjóðendur eru í boði og sex af þeim kljást um oddvitasætið. Prófkjörið fer fram á laugardag og talningin hefst á sunnudagsmorgun.

 

Í ljósi útkomunnar úr þeim prófkjörum sem farið hafa fram lítur út fyrir að endurnýjun í þingmannaliðinu verði á landsvísu nokkru minni en ýmsir höfðu e.t.v. búist við. Hins vegar lítur út fyrir að mesta endurnýjunin geti orðið hér í NV-kjördæmi. Nú þegar liggur fyrir að liðlega helmingur þingmanna kjördæmisins að minnsta kosti verður nýr.

 

Miðað við núverandi skiptingu þingsæta verður annar þingmanna Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi nýr á þingi, Ólína Þorvarðardóttir. Sömuleiðis er nokkuð ljóst að Framsóknarflokkurinn fær a.m.k. einn nýjan þingmann, Gunnar Braga Sveinsson. Nái Frjálslyndi flokkurinn að halda sínum tveimur mönnum kemur Sigurjón Þórðarson aftur inn á þing eftir fjarveru frá síðustu kosningum. Þá er öruggt að fái Sjálfstæðisflokkurinn þrjá þingmenn eins og í síðustu kosningum verða að minnsta kosti tveir þeirra nýir á þingi. Hverjir það eru kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir skipan á framboðslistann að loknu prófkjörinu um helgina.

 

Það liggur því fyrir að af níu þingmönnum kjördæmisins verða að minnsta kosti fimm nýir og hugsanlega sex og í mesta lagi sjö.

 

- Byggt á samantekt Svæðisútvarps Vestfjarða.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30