Tenglar

18. janúar 2017 | Umsjón

Endurskinsvesti fyrir nemendur og starfsfólk

Vel upplýst smáfólk í Reykhólaskóla (reyndar allmiklu stærra fólk líka).
Vel upplýst smáfólk í Reykhólaskóla (reyndar allmiklu stærra fólk líka).
1 af 17

Fulltrúar Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, þau Finnur Árnason framkvæmdastjóri, Birna Björnsdóttir framleiðslustjóri og Bjarni Þór Bjarnason, komu í dag færandi hendi í Reykhólaskóla. Meðferðis höfðu þau endurskinsvesti sem verksmiðjan hafði látið útbúa fyrir alla nemendurna sjötíu með nafni hvers og eins á bakinu, og þar að auki vesti fyrir starfsfólkið.

 

Forsagan er sú, að Bjarni Þór hafði samband við Ástu Sjöfn skólastjóra og spurði hvort það væri ekki góð hugmynd að gefa öllum í skólanum endurskinsvesti. Hann er mikið á ferðinni eftir að dimma tekur og segir að vegna endurskinsleysis sé oft erfitt fyrir bílstjóra að koma auga á börn og ungmenni á gangi. Það gildir vissulega líka um fullorðna þó að þeir séu færri á labbi en krakkarnir.

 

Ásta Sjöfn tók hugmynd Bjarna fagnandi og reyndist honum auðsótt að fá Finn framkvæmdastjóra og verksmiðjuna í lið með sér. Þar hafa öryggismál lengi verið í öndvegi og þegar auglýst er eftir starfsfólki eru öryggisvitund og virðing fyrir öryggiskröfum skilyrði fyrir ráðningu.

 

Reykhólaskóli þakkar Þörungaverksmiðjunni og þeim Finni og Birnu og Bjarna innilega fyrir heimsóknina og þessa frábæru gjöf.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við afhendingu vestanna í skólanum í dag.

 

Forvarnastarfið til fyrirmyndar (Reykhólavefurinn 26. apríl 2016).

 

Ánægjuleg viðurkenning fyrir öryggismál (Reykhólavefurinn 20. nóvember 2014).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30