Tenglar

29. júní 2020 | Sveinn Ragnarsson

Endurskoðun aðalskipulags hafin

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafið endurskoðun Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018 og samþykkt verkefnislýsingu fyrir skipulagsvinnuna þar sem farið er yfir tildrög endurskoðunar, helstu forsendur og hvernig staðið verður að endurskoðuninni.

 

Tilgangur lýsingar er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að kynna sér þá vinnu sem er framundan og koma á framfæri ábendingum um nálgun við endurskoðunina, viðfangsefni hennar, helstu forsendur og aðferðir við umhverfismat.

 

Í lýsingunni er greint frá ástæðum endurskoðunar, helstu forsendum byggðaþróunar og fyrirliggjandi áætlunum sem taka þarf mið af við endurskoðunina. Einnig er lýst hvernig staðið verður að kynningu og samráði í skipulagsferlinu gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Lýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.

 

Lýsingin er nú kynnt almenningi og er aðgengileg á kynningarvef fyrir endurskoðunina, https://www.skipulagreykholahrepps.com. Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér verkefnislýsinguna.

 

Auglýsing endurskoðunarinnar er hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30