Tenglar

24. febrúar 2015 |

Endurskoðun friðlýsingar Flateyjar í forgangi

Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er friðlýsing Látrabjargs í forgangi í ár. Einnig endurskoðun friðlýsingar Flateyjar á Breiðafirði, sem og Varmárósa í Mosfellsbæ og Einkunna í Borgarfirði. Núna annað árið í röð er aftur á móti ekki gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til friðlýsingaverkefna á vegum Umhverfisstofnunar.

 

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir stjórnvöld meðvitað skera niður fé til friðlýsinga til að tryggja að virkjunarkostir í verndarflokki verði ekki friðlýstir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur niðurskurður í fjárframlögum hægt verulega á friðlýsingarvinnu stofnunarinnar. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31