Tenglar

3. febrúar 2010 |

Engin áform um að breyta um landbúnaðarstefnu

Frá keppni í hrútadómum á Sauðfjársetri á Ströndum.
Frá keppni í hrútadómum á Sauðfjársetri á Ströndum.
Ríkisstjórnin hefur ekki sett fram neinar áætlanir um að breyta um stefnu í landbúnaðarmálum. Þetta kemur m.a. fram í svörum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum Evrópusambandsins um landbúnað, í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB. Þýðing á svörunum hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins, en Jón Bjarnason markaði þá stefnu á síðasta ári að þýða bæði spurningar og svör ráðuneytisins yfir á íslensku. Þýðing á svörum um sjávarútveginn verður birt fljótlega.

 

Skýrslan um landbúnaðinn er 146 blaðsíður. Farið er ítarlega um alla þætti landbúnaðarins og um þróun dreifbýlis á Íslandi. Fram kemur í svörunum að svokallaður PSE-stuðningur við landbúnaðinn mældist 51% fyrir árið 2008, en þessi mælikvarði metur opinberan stuðning við landbúnað, bæði beinan stuðning og stuðning í formi tollverndar. Hlutfallið var mun hærra á árunum þar á undan en með falli gengis krónunnar mælist þessi stuðningur minni.

 

Fram kemur í skýrslunni að árið 2008 var veltan í landbúnaði 27,6 milljarðar. Um helmingur var vegna veltu í mjólkurframleiðslu.

 

Í skýrslunni segir um framtíðarþróun í landbúnaði: „Núverandi landbúnaðarstefna er aðallega sett fram í lögum nr. 99/1993, nr. 70/1998 og gildandi samningum milli ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands, sem gilda til 2013-2015. Ekki eru til aðrar áætlanir um stefnuna en að halda áfram vinnu í samræmi við fyrrnefnd markmið. Starfandi ríkisstjórn leggur mikla áherslu á matvælaöryggi, t.d. að auka hlutfall innlendra landbúnaðarafurða. Á sömu nótum er mikil áhersla lögð á sjálfbærni. Ennfremur má reikna með að ný tækifæri komi upp varðandi matvælaöryggi og sjálfbærni dreifbýlis þegar hafðir er í huga möguleikar í framleiðslu (t.d. kornrækt og markaðssetning beint frá býli) sem kunna að fylgja framþróun í tækni við framleiðslu, búvísindum, ræktun og tæknilegri þróun."

 

Þetta kom fram í Morgunblaðinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30