Tenglar

31. júlí 2012 |

Engin makrílveiði í Reykhólahreppi?

Að minnsta kosti er ekki makrílveiðilegt í Reykhólahöfn seint að hausti.
Að minnsta kosti er ekki makrílveiðilegt í Reykhólahöfn seint að hausti.

Ekki er vitað til þess að fólk hafi verið á makrílveiðum á stöng á bryggjum í Reykhólahreppi að undanförnu eins og svo víða. Hins vegar hefur frést af makrílvöðum út af Barmahlíð skammt innan við Reykhóla og líka út af Kerlingarfirði í Múlasveit. Öllu lengra frá úthafinu en innst í hinn grunna Breiðafjörð getur enginn fiskur gengið hérlendis þegar frá eru taldir laxfiskar sem ganga í ósaltar ár. Eins og fram kom hér á vefnum voru háhyrningar að djöflast í makrílgöngu við Flatey fyrir skömmu en það er vissulega miklu utar.

 

Væri það kannski ómaksins vert að renna fyrir fisk í Reykhólahöfn? Ef ekki fengist makríll mætti alveg vonast eftir einhverjum öðrum feng.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31