Tenglar

7. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Engin vefmyndavél við arnarhreiður í ár

Úr vefmyndavélinni við hreiðrið sumarið 2010 áður en kerfið hrundi.
Úr vefmyndavélinni við hreiðrið sumarið 2010 áður en kerfið hrundi.

Arnarsetur Íslands í Kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi hefur komið sér upp heimasíðu. Hvatinn að stofnun setursins var að miklu leyti vefmyndavél sem komið var upp í ónefndri breiðfirskri eyju vorið 2008, þar sem hægt var að fylgjast með arnarhreiðri, athöfnum foreldranna og uppeldi ungans. Með þessu var jafnframt fylgst hér á vef Reykhólahrepps.

 

Sumarið eftir misfórst varpið hjá arnarparinu. Sumarið 2010 lukkaðist varpið en þá hrundi vefkerfið að baki myndavélinni. Í hitteðfyrra varð ekkert úr varpi hjá parinu og í fyrra misfórst það.

 

Núna í vor var undirbúin uppsetning vefmyndavélar við annað hreiður en hætt var við þegar parið þar yfirgaf hreiðrið snemma í júlí. Á fyrri staðnum misfórst varpið eina ferðina enn og ljóst að þetta sumarið er engin vefmyndavél á vegum Arnarseturs Íslands með beinar útsendingar frá breiðfirsku arnarhreiðri.

 

Borði með tengli á vef Arnarseturs Íslands er kominn í tengladálkinn hér vinstra megin á vefnum.

 

27.07.2008 Vefmyndavél Arnarsetursins komin í gang

20.05.2008 Vefmyndavél Arnarsetursins í gagnið á næstu vikum

 

Heimasíða Arnarseturs Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31