Tenglar

11. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Engir breiðfirskir kríuungar - hættir krían að koma?

Kría með sandsíli. Ljósm. Kristinn Pétursson, fyrrv. fiskverkandi og alþingismaður á Bakkafirði.
Kría með sandsíli. Ljósm. Kristinn Pétursson, fyrrv. fiskverkandi og alþingismaður á Bakkafirði.

„Þetta var ágætis vor og sumar. Hlýtt og gott, það kom ekkert hret og það hafði góð áhrif á varp. Trúlega hafa aðeins einu sinni eins margir arnarungar komist á legg og í ár,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og formaður Fuglaverndarfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag. Nú er haustið komið og flestir farfuglarnir farnir eða teknir að huga að brottför.

 

„Vaðfuglarnir, spóinn, jaðrakaninn, sandlóur, stelkar og lóuþrælar, fara flestir fyrst af landinu. Þó ekki lóan, sem er að dóla sér hér á landi oft fram í nóvember. Gæsirnar og endurnar eru hér á landi oft fram í nóvember og eiga hér stundum vetursetu. Krían fer auðvitað svo langt, að hún er farin. Það er enginn fugl í heiminum sem ferðast eins og krían. Hún fer nánast hringinn í kringum hnöttinn tvisvar á ári,“ segir Jóhann, en ummál jarðarinnar er rúmlega 40 þúsund kílómetrar.

 

Engir breiðfirskir kríuungar

 

Mikið hefur verið fjallað um fækkun sandsílis við Íslandsstrendur, en í það sækja sjófuglar sækja mikið. „Þessir sjófuglar eiga undir högg að sækja því sandsílið er horfið. Það kom reyndar smá sílaganga á sunnanverðan Faxaflóa í sumar og í fyrsta skiptið síðan 2004 komust kríuungar á legg á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Annars staðar, eins og í Vestmannaeyjum og Breiðafirði, kom krían ekki upp ungum,“ segir Jóhann Óli. Hann segir að það sé hætta á að þessir fuglar hætti hreinlega að koma til landsins ef þeir koma ekki upp ungum í langan tíma.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30