Tenglar

18. júní 2008 |

Enn birtast ár og dalir ...

Ungir og gamlir í Reykhólahreppi og raunar líka úr Dalasýslu og víðar að nutu þjóðhátíðardagsins í Bjarkalundi og úti í náttúrunni þar í kring. Umf. Afturelding í Reykhólahreppi stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni. Fjallkonan Olga Þórunn Gústafsdóttir á Reykhólum flutti kvæði Bjargeyjar Arnórsdóttur (Böddu á Hofsstöðum), Ljóð að heiman. Að venju var farið í leiki og á hótelinu var boðið upp á hátíðarkaffi með heitum skúffukökum og vöfflum sem bakaðar voru jafnóðum.

 

 

Ljóð að heiman

 

Gilsfjörð með bröttum brúnum

best er að nefna fyrst.

Drífandann dröfnin skolar

ef dálítið er hún byrst.

Þó Múlinn á miðju sumri

sé makalaust hýr að sjá,

í vetrarins veðrabrigðum

þar viðsjál er leiðin hjá.

 

Í Garpsdalnum glitrar vatnið,

gnæfir svo Hyrnan prúð.

Nesið þar teygir tána

með töngum og votri flúð.

Dalirnir opnum örmum

okkur nú blasa mót.

Valshamar vörðinn stendur,

vekur þar unað grjót.

 

Í Gautsdalinn fossinn fellur,

fagur í klettaþröng,

gneyp bíður gamla réttin

á grundinni árin löng.

Gogghettur augun gleðja,

gleymist ei þeirra snið.

Sanddalsgafl svimabrattur,

svalt er oft Kambinn við.

 

Enn birtast ár og dalir,

auðnir og berjalyng.

Geitafell auga gefur

grönnunum allt í kring.

Hafrafell horfir móti,

hlýlegt með grænan skóg.

Búrfellið ber við himin

og bjarmann í kvöldsins ró.

 

Fornhelgu Vaðalfjöllin,

fögur í sinni tign,

undir þeim Skálinn unir,

ilmbjörk og tjörnin lygn.

Framar er Þorskafjörður,

nú fátt er um Skógahlöð

en fróðleik um fyrstu sporin

einn festi á minnisblöð.

 

Rishátt er Reykjanesið

og rótgróin byggð í kring,

um aldirnar armi lykur

indælan byggðahring.

Broshýrt er Borgarlandið,

barnið við Nessins hlið.

Allir hér augum líta

með ástúð sitt heimasvið.

 
– Bjargey Arnórsdóttir.
 

Athugasemdir

berti, mivikudagur 01 september kl: 13:13

flott hja þér

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30