17. maí 2011 |
Enn eru til reiðu trjáplöntur á Skálanesi
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Skálanes í Reykhólahreppi síðustu daga að krækja sér í trjáplöntur. Verktakinn er reyndar byrjaður á starfi sínu við nýja veginn en samt er eitthvað eftir af trjám sem hirða mætti. Ítrekað skal það sem nefnt var í fyrri frétt hér á sunnudag, að hafa þarf samband við Hallgrím Jónsson á Skálanesi svo að hann geti vísað á staðinn. Ekki er svo mjög langt síðan birkið var gróðursett þannig að það er í góðu standi enda vel ættað.
Meðfylgjandi myndir tók Þórarinn Ólafsson í trjáplöntusóknarferð á Skálanes.
Sjá nánar:
15.05.2011 Trjáplöntur bjóðast áður en þær hverfa undir veg
16.05.2011 Karlmenn óskast - til gróðursetningar ...