23. febrúar 2010 |
Enn fjölgar litlu börnunum í Reykhólahreppi
Lítil stúlka á Reykhólum er nú orðin liðlega eins mánaðar gömul. Foreldrar hennar eru þau Íris Ósk Sigþórsdóttir og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit, sem eiga heima að Hellisbraut 38. Stúlkan litla fæddist á Fæðingardeild Landspítalans kl. 14.47 hinn 20. janúar og var 3.080 grömm, eða um 12 merkur, og 47 sentimetrar. Hún hefur dafnað vel í alla staði enda róleg og ljúf stelpa. Hún er fyrsta barn foreldra sinna.