Tenglar

19. mars 2009 |

Enn lokað milli svæða á Vestfjörðum

Frá Hrafnseyrarheiði (bb.is).
Frá Hrafnseyrarheiði (bb.is).

Snjómokstur er ekki hafinn á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðum en starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði könnuðu aðstæður á heiðunum í gær. Talið var að töluverður snjóþungi væri á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiði væri mun snjóléttari. Samkvæmt snjómokstursreglum á vormokstur á heiðunum að hefjast 20. mars. Þegar ákvörðun um mokstur er tekin er litið til snjóþyngsla, hættu á snjóflóðum og veðurspár.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31