19. mars 2009 |
Enn lokað milli svæða á Vestfjörðum
Snjómokstur er ekki hafinn á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðum en starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði könnuðu aðstæður á heiðunum í gær. Talið var að töluverður snjóþungi væri á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiði væri mun snjóléttari. Samkvæmt snjómokstursreglum á vormokstur á heiðunum að hefjast 20. mars. Þegar ákvörðun um mokstur er tekin er litið til snjóþyngsla, hættu á snjóflóðum og veðurspár.
Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.