Tenglar

12. febrúar 2015 |

Ennþá þyngsli hjá einhverjum á Reykhólavefnum?

Míla er búin að uppfæra búnað sinn.
Míla er búin að uppfæra búnað sinn.

Snemma í vetur bárust kvartanir þess efnis (allar af Reykhólasvæðinu), að Reykhólavefurinn væri svo óeðlilega hægur að óviðunandi væri. Umsjónarmaður lét athuga þetta eins rækilega og nokkur leið var. Sérfræðingar í þessum efnum, bæði á Ísafirði þar sem vefurinn er hýstur og líka syðra, komust að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri athugavert við vefinn að þessu leyti. Slíkt væri fyrst og fremst bundið við netþjónustu þar sem viðkomandi væri í viðskiptum, væntanlega hjá Símanum, en hugsanlega líka í einhverjum tilvikum við búnað hjá einstökum notendum.

 

Í gær hringdi maður búsettur í jaðri Reykhólaþorps og sagði ástandið í þessu efni óþolandi. Hann smellti á vefinn og fór síðan og lagaði kaffi og þegar hann væri búinn með kaffið væri vefurinn ekki enn kominn upp.

 

Núna í morgun hringdi hann aftur og sagði að ástandið væri allt í einu allt annað: Vefurinn svo fljótur upp að hann væri kominn á sömu sekúndu - nánast áður en smellt væri, eins og hann sagði.

 

Þegar leitað var skýringa hjá netþjónustu á nýjan leik var svarið þetta (tölvupóstur):

 

Eins og þú veist virtist þetta bara verið bundið við þá sem voru með tengingar frá Símanum á sunnanverðum Vestfjörðum. Það vill svo til að Míla var að uppfæra búnað hjá sér víðs vegar um Vestfirði í nótt en tengingar Símans fara einmitt í gegnum þennan búnað. Væntanlega hefur búnaður sem var fyrir við Reykhóla verið orðinn gamall eða gallaður og verið að valda þessu. Vonandi er þá þetta vandamál úr sögunni, en ef ekki, vertu þá endilega í bandi.

 

► 07.10.2014 Reykhólavefurinn óeðlilega hægur hjá sumum?

 

Notendur Reykhólavefjarins sem lenda í vandræðum á borð við þessi, eða önnur, eru endilega beðnir að hafa samband við vefstjóra í netpósti (vefstjori@reykholar.is) eða greina frá þeim í athugasemdum hér fyrir neðan. Líka væri mjög gott að frétta frá þeim notendum sem verða varir við betra ástand í þessu efni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30