Tenglar

11. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Er eitt prósent veruleg röskun eða óveruleg röskun?

Séð úr hlíðinni niður í fjöru. Skjáskot frá Stöð 2 / Kristján Már Unnarsson.
Séð úr hlíðinni niður í fjöru. Skjáskot frá Stöð 2 / Kristján Már Unnarsson.

Leið um Teigsskóg var hafnað með Hæstaréttardómi fyrir fimm árum, en núverandi ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, fól Vegagerðinni engu að síður á síðasta ári að fara með nýja veglínu í umhverfismat. Fyrri tillagan gerði ráð fyrir að allt að 12 prósent af skóglendinu myndi raskast, en ný tillaga, sem flytur veglínuna upp fyrir skóginn að austanverðu, og niður fyrir hann að vestanverðu, gerir ráð fyrir að eitt prósent [1%] af skóginum raskist. Segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri að slíkt [eitt prósent] teljist óveruleg röskun.

 

Þetta segja Dýrfirðingarnir Bjarni Georg Einarsson og Hallgrímur Sveinsson m.a. í aðsendri grein um vegamál í Gufudalssveit undir fyrirsögninni Teigsskógur: Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Einnig segja þeir:

 

„Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir hins vegar ekki unnt að líta á þessa nýju veglínu sem nýja framkvæmd og þar sem þegar sé búið að hafna leið um Teigsskóg telji stofnunin ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Stofnunin hafi hins vegar bent Vegagerðinni á aðrar leiðir, eins og að óska eftir endurskoðun á umhverfismatinu vegna breyttra forsendna.

 

Þetta var kallað skæklatog í okkar sveit. Geta nú ekki háskólamenntaðir embættismenn fundið sér eitthvað verðugra til dundurs?“

 

Einnig segja þeir Bjarni og Hallgrímur:

 

Í fréttum Stöðvar 2 að kvöldi 25. júní (Kristján Már Unnarsson fréttamaður) var leiðin upp á Ódrjúgsháls sýnd sem lýsandi dæmi um vandann, en þar er annar af tveimur fjallvegum á leiðinni. Þarna eru hlykkjóttir og mjóir malarvegir með blindhæðum og hengiflugi á köflum, sem jafnvel á sumrin virka glæfralega, hvað þá í hálku og myrkri að vetri.

 

Grein Bjarna og Hallgríms má lesa í heild hér og undir Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin.

 

Myndin sem hér fylgir er tekin beint niður í sjó í þurru veðri fyrir skömmu. Í bleytu hefði að líkindum þurft að setja keðjur undir bílinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29