Tenglar

9. febrúar 2017 | Umsjón

Er friður í boði í viðsjálli veröld?

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

Ísland á að vera leiðandi í allri friðarumræðu og gera sig gildandi á þeim vettvangi. Þó lítið land sé, þá getum við lagt okkar af mörkum til þess að stuðla að friðvænlegri heimi. Það er horft til Íslands sem lýðræðisríkis sem hefur náð góðum árangri í mannréttindum og kvenfrelsi og sem velferðarsamfélag, þó alltaf megi sannarlega gera betur. Við eigum að láta í okkur heyra hvar sem er og hvenær sem er, til að leggja okkar af mörkum á vogarskál friðar í heiminum.

 

Þannig er niðurlag greinar sem Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Meginatriði greinarinnar er frásögn af þátttöku Lilju Rafneyjar í friðarráðstefnunni World Summit 2017, sem haldin var í Seoul í Suður-Kóreu í byrjun þessa mánaðar. Yfirskrift hennar var Friður, öryggi og jöfnun lífskjara. Að ráðstefnunni stóðu alþjóðleg friðarsamtök og alþjóðlegt samband þingmanna fyrir friði.

 

Í grein sinni segir Lilja Rafney meðal annars:

 

Mér gafst kostur á að flytja ræðu um frið og um stöðu kvenna og jafnrétti á Íslandi, á kvöldverðarfundi þingkvenna sem byggja upp tengslanet um frið og stöðu kvenna og fjölskyldna í heiminum.

 

Margar magnaðar ræður voru fluttar, þar sem miklar tilfinningar brutust fram um ástandið í viðkomandi landi, eins og allar hörmungarnar í Sýrlandi, flóttamannabúðir í Líbíu og stjórnmálaástandið og átökin í Tyrklandi og Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Eins var það áhrifaríkt þegar þingmaður Norður-Kóreu ávarpaði ráðstefnuna og kallaði eftir friði á milli Norður- og Suður-Kóreu og sagði að þau miklu mótmæli á götum úti gegn spillingu tengdri ríkisstjórn Suður-Kóreu hefði aldrei verið leyfð í sínu landi þar sem ekkert lýðræði ríkti.

 

Ástandið í heiminum er ekki friðvænlegt með stórhættulegan rugludall sem forseta í Bandaríkjunum, valdamesta ríki heims. Forseta sem er spilltur auðjöfur og vill reisa girðingar milli þjóða, mismuna á grundvelli trúarbragða, og haldinn er kvenfyrirlitningu. Nýjasta útspil Donalds J. Trump er komubann til Bandaríkjanna á íbúa sjö múslimaríkja, sem trúlega reynist stjórnarskrárbrot. Þar er kynt undir hatri á grundvelli kynþáttafordóma og trúarbragða og með því kynt undir stríðsátökum í heiminum.

 

Grein Lilju Rafneyjar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31