Tenglar

15. október 2010 |

Er mikið af framsóknarmönnum í Reykhólasveit?

Hugmynd að þverun Þorskafjarðar ásamt sjávarfallavirkjun.
Hugmynd að þverun Þorskafjarðar ásamt sjávarfallavirkjun.
Þorgeir Samúelsson á Höllustöðum í Reykhólasveit sendi eftirfarandi skorinorðan og beittan ávítunarpistil til ritstjóra Reykhólavefjarins og þá jafnframt til forsvarsmanna í sveitarfélaginu. Þorgeir er ekki vanur að skafa utan af hlutunum. Pistillinn er á þessa leið:

 

„Mig undirritaðan undrar það, að ekkert virðist vera fjallað á Reykhólavefnum um þá hugmynd sem kom fram frá háskólamönnum á Ísafirði um hugsanlega þverun Þorskafjarðar ásamt virkjun sjávarfalla. Á þessu var að vísu tæpt sem frétt - og svo ekkert meir.

 

Ég er ekki alveg að skilja þessa þráhyggju með lagningu vegar um Gróunes og Hallsteinsnes, Teigsskóg og fyrir botn Þorskafjarðar, þar sem úrskurður Hæstaréttar bannar þá framkvæmd, að vísu um afmarkað svæði af þessari leið, Hallsteinsnes að Gröf. Hér þarf að koma á alvöru umræðu af hálfu Reykhólahrepps um þessa hugmynd um þverun Þorskafjarðar frá Skálanesi að Stað. Ég er orðinn leiður á þessu þagnarmynstri sem hér virðist helst vera haldið í heiðri, þvert á hugmynd sem er vel þess virði að skoða.

 

Séra Baldur í Vatnsfirði hringir gjarnan í mig til skrafs og umræðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta barst meðal annars í tal við hann og þá möguleika að komast jafnvel án fjallvega frá Vestfjörðum til suðvesturhornsins. Ég sagði honum bara það sem mér finnst um þetta tómlæti sveitarstjórnarmanna hér um þessa bráðsnjöllu hugmynd háskólamanna á Ísafirði. Hann hugsaði sig um smástund og sagði svo: „Já góði, já já, - er mikið af framsóknarmönnum þarna í Reykhólasveitinni?" Ég taldi þá vera nokkra. „Já sérðu góði minn, þeir steinhalda allir kjafti og bíða eftir að verða jarðaðir." Kannski er þetta rétt hjá presti að við séum orðtregir og athafnalitlir í umræðu um mál sem varða búsetu og búsetuskilyrði.

 

Mig langaði bara svona að vekja athygli á þessu og hvetja þig sem ritstjóra Reykhólavefsins til að kynda undir umræðu fólks á vefnum um þessar tilteknu hugmyndir manna um vegabætur og raforkuvirkjun í sama pakkanum. Væri fróðlegt að sjá hverjar undirtektir yrðu. Þetta er 40 ára gömul hugmynd Magnúsar heitins í Vesturbotni í Patreksfirði, svo eitthvað sé nefnt.

 

Með kveðju.

 

Þorgeir Samúelsson, Höllustöðum."

 

Undir lokaorð Þorgeirs skal tekið og fólk í Reykhólahreppi (og aðrir, ef út í það fer) hvatt til að leggja orð í belg um þessi brýnu hagsmunamál íbúa sveitarfélagsins og Vestfirðinga yfirleitt.

 

Athugasemdir

Ingvar Samúelsson, fstudagur 15 oktber kl: 12:54

Löngu tímabært að hrinda Þessari framkvæmd á a leiö af stað. Ég er ekki framsóknarmaður.Í dag væri hægt að vinna þessa framkvæmd á 60-70% kostnaðaáætlun.Kinning hjá Bjarna var góð á fundi hér í Reykhólaskóla ,og gaman væri að vita hvað þessi hugmind væri kominlangt á veg. Kv.

Bjarni Ólafsson frá Króksfjarðarnesi, fstudagur 15 oktber kl: 14:41

Ég tek heilshugar undir þessi skrif Þorgeirs á Höllustöðum. Ég hef aldrei skilið þá skammsýni að vilja halda áfram að aka Þorskafjörðinn og leggja fallegt land undir veg, þar sem Teigsskógur er. Hugsið ykkur ef yrði gerður varanlegur vegur frá Stað yfir á Skálanes, (þ.e. þverun fjarða) við það kæmust Reykhólar inná kortið og yrðu í alfara leið, ferðamönnum fjölgaði og lífið myndi blómstra. Ég er aftur á móti kannske ekki alveg sammála Baldri í Vatnsfirði, enda talið mig tilheyra "gömlum framsóknarmönnum". Nú þurfum við að fá Sigmund D. sem forsætisráðherra, þá eigum við bæði borgarstjóra og frosætisráðherra ættaða úr Reykhólasveit.
Kveðja BÓl.

Torfi Sigurjónsson, laugardagur 16 oktber kl: 00:43

Þvert á móti, ekki nóg af Framsóknarmönnum í Reykhólasveit.....

Annars góður pistill Þorgeir...

Ásta Sjöfn, laugardagur 16 oktber kl: 00:48

Ekki spurning að skoða þetta nánar, þverun Þorskafjarðar er bara af hinu góða. bættar samgöngur fyrir Vestfirði og ég tala nú ekki um hversu atvinnuskapandi þetta er fyrir okkur. Þetta verður örugglega kannað nánar!

Gunnlaugur Pétursson, laugardagur 16 oktber kl: 10:25

Sæl öll.
Þess má geta að upplýsingar um meistararitgerð Bjarna má sjá á síðunni:
http://skemman.is/handle/1946/5676
og ritgerðina í heild (í PDF skrá) á:
http://skemman.is/stream/get/1946/5676/1/Bjarni_Jonsson_MASTER_Heild.pdf

Guðjón D Gunnarsson, laugardagur 16 oktber kl: 16:31

Ég er ekki framsóknarmaður og ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum mínum.
Ég hef einnig áhuga á vegabótum og sjávarfallavirkjunum.
Þessi tillaga, sem um er rætt, er ódýr tilraun til að tefja hvoru tveggja.
Virkjunin stenst ekki landslög um vatnaskipti og vegur þar yfir kæmi út með Þorskafirði um Hofstaða- og Hlíðarland.

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 17 oktber kl: 09:34

Sæl verið þið hér sem hafið svarað hér þessari athugasemd minni og hafið þakkir fyrir.

Orðið "Framsókn" virðist hafa valdið hér einhverjum sárindu, þrátt fyrir að tilvitnun mín hafi eingöngu verið í orð og orðfærni Vatnsfjarðar-klerks, sem er búin þeim hæfileyka að vera hnittin í svörum og óheflaður í pólitískum umræðum.

Ég var búin að lesa athugasemdina hans Guðjóns D, áður en hún byrtist hér á prenti,
eða öllu heldur vissi hvaða afstöðu hann hafði. Eitt þafnast meiri skýringar og röksemda frá þér Dalli minn...."Hvernig getur tilaga verið ódýr lausn til að tefja hvoru tveggja"? (tilvitnun) Hvað er verið að tefja...og hvað er það sem almenningur ekki veit um í sambandi við lausnir í þessari vegtengingu? Ég veit ekki betur en að þetta samgöngumál sé komið á núll púnt eftir dóm hæðstréttar, og þar af leiðandi ekki um neinar tafir á hvoru tveggja eins og þú orðar.

Dalli ég býð eftir svari frá þér annað hvort hér á vefnum eð yfir kaffibolla hjá Eyva

Guðjón D Gunnarsson, sunnudagur 17 oktber kl: 18:35

Hitti þig hjá Eyva

Ingi B Jónasson, rijudagur 19 oktber kl: 13:57

þverun Þoskafjarðar er stór spurning á að þvera frá kinnarstöðum að Þórisstöðum ? það er að mínu mati alger fjársóun það tekur 6 min að keyra milli mastra mannig að það sparar lítinn tíma miðað við kostnað ef þvera á frá Laugalandi á Skálanes þa vinst margt annað Reykhólar verða í þjóðleið sem þýðir mjög mikið fyrir lítið byggðarlag eins verður eyjasigling meir áberandi og og Eiríkur á Stað kemur sýnum afurðum í sjónmál vegfarenda .ef sjávarfalla rafstöð verður sett upp þar þarf að gæta vel að umhverfisþáttum og umferð um fyrðina á sjó vinnum að því að koma Reykhólum á kortið það hjálpar sveitarfélaginu í sambandi við að fá fyrirtæki að koma með starfsemi í byggðarlagið og þarmeð auknar skatttekjur

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 20 nvember kl: 09:48

Takk fyrir öll kommentin á þessa hugleyðingu mína....mest er frábært að sjá burtflutta menn sem eru að tjá sig um þetta...Bjarni Ólafsson frá Króksfjarðanesi burtfluttur fyrir mörgum árum síðan...þitt góða komment segir meira en öll önnur....áhugasamur ungur maður eins og ég....það sem mér fynnst furðulegast er að að svarar enginn nema einn sveitastjórnarmaður þessari athugasemd minni....nágranni minn á Litlu-Grund Ásta Sjöfn...hafi hún þökk fyrir það! Guðmundur heitinn Jónson frá Hyrningsöðum..var skáld sem við hér í sveit höfum ekki borið gæfu til að minnast með minnismerki eða öðru sem tengist honum...og er skömm að...einusinni orti hann eftirfarandi um eitthvað sem var honum ekki að skapi..../Hausa ófríða hylur strý/heima af kvíða gjamma/gimbrasíður goggar í/ og geyspar nýð til manna/....kanski er best að halda kjafti og láta sig allt engvu varða:)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31