Tenglar

30. janúar 2011 |

Er rétt að færa Reykhóladaginn framar?

Reykhóladagur: Kristján Ebenesersson á Stað undir stýri á allfornum traktor.
Reykhóladagur: Kristján Ebenesersson á Stað undir stýri á allfornum traktor.
Harpa Eiríksdóttir frá Stað á Reykjanesi, sem er við háskólanám í Oxford á Englandi, hollvinur héraðsins síns, sendi vefnum póst. Þar biður hún um að komið verði á framfæri fyrirspurn um það hvenær fólk vilji hafa Reykhóladaginn 2011. „Ég hef mikinn áhuga á þessum degi og hef heyrt fólk segja að það vilji að hann verði færður framar í mánuðinn“, segir Harpa. Reykhóladagurinn árlegi sem stofnað var til fyrir nokkrum árum hefur fram til þessa verið haldinn í lok ágúst.

 

Líka spyr Harpa hvaða hugmyndir fólk hafi um Reykhóladaginn, hvað það vilji hafa þar á dagskránni og svo framvegis. „Sniðugt að koma umræðunni af stað svo að þeir sem annast hann hafi eitthvað gott í höndum. Mér finnst það mikilvægt að byrja hugmyndavinnuna við Reykhóladaginn sem fyrst til að hafa hann sem veglegastan. Hann var mjög góður í fyrra og ég stefni á að mæta á þann næsta.“

 

Harpa segir frábært að umræðan um að gera eitthvað í Reykhólahreppi sé komin af stað og mikilvægt að halda henni gangandi. „Sjálf er ég með margar hugmyndir en vil vinna þær betur áður en ég skelli þeim fram.“

 

Einnig nefnir Harpa upplýsingaskrifstofu ferðafólks. „Það er alltaf verið að tala um sýninguna og bátasafnið en fyrir mér er upplýsingamiðstöðin einnig mjög mikilvæg til að byggja upp ferðamanninn í sveitinni og sem upplýsingaveita fyrir þá sem eiga leið hjá.“

 

Ýmsir fleiri en Harpa Eiríksdóttir hafa viðrað þá spurningu, hvort ekki sé rétt að færa Reykhóladaginn framar.


Látið endilega skoðanir ykkar í ljós hér í athugasemdadálkinum.
  

Athugasemdir

Ingvar Samúelsson, sunnudagur 30 janar kl: 17:11

Endilega færa Reykhóladaginn til 6 ágúst þá er hann sömu helgi og Ólafsdalshátíð sem verður væntanlega 7 ágúst. Upplísingamiðstöð í Bjarkarlund til að vísa fólki á afþreyingu í sveitinni. Kveðja Ingvar Samúelsson

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, sunnudagur 30 janar kl: 19:11

Hvers vegna eru ekki fleiri sem tjá sig hér núna? Flettingar á vefnum í dag eru komnar yfir sjö hundruð - og það er mikið á sunnudegi. Sjálfum finnst mér að færa ætti Reykhóladaginn framar.

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, sunnudagur 30 janar kl: 23:42

Og núna þegar líður að miðnætti eru heimsóknirnar á vefinn í dag orðnar 224 og flettingarnar 1.219. Hvar eru eiginlega skoðanirnar ykkar?

Hlynur Stefánsson, mnudagur 31 janar kl: 17:23

Það á ekki að hafa hann seinna enn 6 ágúst.

Hanna Lára Jónsdóttir, rijudagur 01 febrar kl: 09:19

Sammála Hlyn og Ingvari betra hafa fyrr þvi þá er hlýrra yfirleitt og jafnvel meira fólk sem nennir að koma.

Herdís Erna, rijudagur 01 febrar kl: 09:56

Ekki spurning að flýta honum mjög sniðugt að tengja hann við Ólafsdalsh hafa daskrá hjá okkur á laugardaginn og sunnudaginn þar kveðja Herdís Erna

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30