Er rétt að færa Reykhóladaginn framar?
Líka spyr Harpa hvaða hugmyndir fólk hafi um Reykhóladaginn, hvað það vilji hafa þar á dagskránni og svo framvegis. „Sniðugt að koma umræðunni af stað svo að þeir sem annast hann hafi eitthvað gott í höndum. Mér finnst það mikilvægt að byrja hugmyndavinnuna við Reykhóladaginn sem fyrst til að hafa hann sem veglegastan. Hann var mjög góður í fyrra og ég stefni á að mæta á þann næsta.“
Harpa segir frábært að umræðan um að gera eitthvað í Reykhólahreppi sé komin af stað og mikilvægt að halda henni gangandi. „Sjálf er ég með margar hugmyndir en vil vinna þær betur áður en ég skelli þeim fram.“
Einnig nefnir Harpa upplýsingaskrifstofu ferðafólks. „Það er alltaf verið að tala um sýninguna og bátasafnið en fyrir mér er upplýsingamiðstöðin einnig mjög mikilvæg til að byggja upp ferðamanninn í sveitinni og sem upplýsingaveita fyrir þá sem eiga leið hjá.“
Ýmsir fleiri en Harpa Eiríksdóttir hafa viðrað þá spurningu, hvort ekki sé rétt að færa Reykhóladaginn framar.
Látið endilega skoðanir ykkar í ljós hér í athugasemdadálkinum.
Ingvar Samúelsson, sunnudagur 30 janar kl: 17:11
Endilega færa Reykhóladaginn til 6 ágúst þá er hann sömu helgi og Ólafsdalshátíð sem verður væntanlega 7 ágúst. Upplísingamiðstöð í Bjarkarlund til að vísa fólki á afþreyingu í sveitinni. Kveðja Ingvar Samúelsson