Er vegur um Ódrjúgsháls fullnægjandi á vetrum?
Þannig hefst grein Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns, Krafan er sú sama - höggvum á hnútinn, sem er í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin.
Varðandi hugmyndir um uppbyggingu vegar um Ódrjúgsháls segir Einar Kristinn: „Er það fullnægjandi leið að vetri til? Sömuleiðis blasir við að þessi kostur mun fela í sér mjög umtalsverða umhverfisröskun. Skering hlíðarinnar við utanverðan Djúpafjörð, sem verður afleiðing af vegagerð um Ódrjúgsháls, verður lítið augnayndi. En kannski kæra eftirlits- og umhverfisstofnanir sig kollóttar og landeigendur í Þorskafirði láta sér það kannski í léttu rúmi liggja, til þess að losna við vegagerð um eigin landareign?“
Hér á vef Reykhólahrepps hafa á liðnum misserum og árum verið birtar fjölmargar fréttir af gangi mála - og gangleysi - varðandi Vestfjarðaveg nr. 60 um Reykhólahrepp. Jafnframt hafa verið birtar greinar sem túlka ólík sjónarmið, nú nýlega eftir Ólínu Þorvarðardóttur, Þórólf Halldórsson, Úlfar Thoroddsen og Kristin Bergsveinsson (Sjónarmið / Aðsent efni).