Tenglar

24. nóvember 2016 | Umsjón

Erfðadjásnið Gils: Höfuðfríður, augun gáfuleg ...

1 af 2

„Gils rekur ættir sínar í forystufjárræktun Signýjar og Bergsveins á Gróustöðum í Gilsfirði. Ræktun þeirra byggir að stórum hluta á forystufé sem Halldór Gunnarsson átti og ræktaði meðan hann bjó í Gilsfjarðarmúla og var hans fé að hluta ættað frá Haraldi Jónssyni á Hólmavík. Gils er einn þeirra fjölmörgu hrúta sem teknir hafa verið á sæðingastöð til varðveislu þessara erfðadjásna íslenska sauðfjárins sem forystuféð er.“

 

Þannig er komist að orði í Hrútaskránni 2016-2017 sem er nýkomin út hjá Sauðfjársæðingastöðvunum á Suður- og Vesturlandi. Þar er hrútum að venju skipt í ýmsa flokka, fyrst og fremst kollótta og hyrnda, en í skránni að þessu sinni er einn með yfirskriftinni ferhyrndir hrútar, einn feldfjárhrútur og síðan tveir forystuhrútar, og Gils er annar þeirra.

 

Í skránni er Gils lýst þannig:

 

„Gils er svartblesuflekkóttur að lit, hyrndur. Hann hefur nú sinn fyrsta vetur á sæðingastöð og kemur frá Þúfnavöllum í Hörgárdal en æskustöðvar hans er að finna vestur í Reykhólasveit. Gils er stór kind, hávaxinn og léttbyggður. Hann er höfuðfríður, andlitið snögg- og gljáhært. Augun í stærra lagi, glansmikil og gáfuleg, augnaráðið rólegt en þó árvökult. Höfuðið er hátt og djarflega borið. Hornin eru í meðallagi sver. Gils er rólegur og greindarlegur, ekki fasmikill en þéttur fyrir og ágætlega leiðitamur.“

 

Hrútaskráin 2016-2017 (pdf)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31