Tenglar

19. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Erfið hreiðurgerð á tæpri syllu

Þrösturinn á hreiðrinu.
Þrösturinn á hreiðrinu.
1 af 3

Þrjóskur og einbeittur þröstur á sér hreiður á nokkuð tæpri syllu utan á kirkjuturninum á Stað í Reykhólasveit. Fuglinn „hófst handa“ við hreiðurgerðina í byrjun mánaðarins og tók verkið hátt í fimm daga því að vindurinn var ekki auðveldur viðureignar. Einn morguninn lá mikið af byggingarefninu við kirkjudyrnar fyrir neðan og taldi þá heimafólk að hætt yrði við verkið á þessum stað, enda eru þrestir vanir að skella upp hreiðri á innan við einum degi. En fuglinn þessi var þrjóskur og að lokum tókst honum ætlunarverkið.

 

Núna er þess beðið að ungarnir skríði úr eggjunum og fari síðan að vappa um kirkjugarðinn þegar þeir yfirgefa hreiðrið. Nokkur fleiri þrastahreiður eru á Stað, bæði í fjósinu og fjárhúsunum. Jafnframt ákvað maríuerla að nota þurrkhjallinn og bregst illa við mannaferðum. Rjúpan er orpin í kirkjugarðinum (mynd nr. 3) en að finna hreiðrið er ámóta erfitt og fjársjóðsleit.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31