Tenglar

9. janúar 2009 |

Erla Björk Örnólfsdóttir er Vestlendingur ársins 2008

Vestlendingur ársins: Erla Björk Örnólfsdóttir. Mynd: Skessuhorn.
Vestlendingur ársins: Erla Björk Örnólfsdóttir. Mynd: Skessuhorn.

Erla Björk Örnólfsdóttir, forstöðumaður Varar - Sjávarrannsóknaseturs við Breiðafjörð, er Vestlendingur ársins 2008. Þetta er ellefta árið í röð sem fréttablaðið Skessuhorn gengst fyrir valinu. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Erla Björk var fyrsti starfsmaður Varar, Sjávarrannsóknaseturs á Snæfellsnesi sumarið 2006. Síðan hefur hún aflað starfseminni fjár með vandaðri styrkumsóknagerð og uppskorið ríkulega, þannig að nú eru fimm manns starfandi auk hennar við rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar. Erla Björk hefur unnið frábært brautryðjendastarf og staðið fyrir mörgum áhugaverðum verkefnum. Þá hefur hún miðlað vísindastarfi Varar inn í skóla og aukið þannig áhuga ungs fólks fyrir lífríkinu umhverfis landið. Loks hefur hún hlotið mikla athygli fyrir starf sitt á Snæfellsnesi sem og víðar."

 

Að þessu sinni var fjöldi fólks sem hlaut tilnefningar í valinu á Vestlendingi ársins, eða 29 manns. Næstir Erlu Björk voru, í stafrófsröð: Anna Lára Steindal hjá RKÍ á Akranesi, Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Landnámssetursins í Borgarnesi, Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri á Akranesi og fíkniefnaleitarhundurinn Tíri í Borgarnesi fyrir frábæran árangur í starfi.

 

Aðrir sem hlutu þrjár eða fleiri tilnefningar eru nefndir í Skessuhorni sem kom út í vikunni. Þar er einnig ítarlegt viðtal við verðlaunahafann um starf hennar við sjávarrannsóknir, uppvöxtinn í Borgarfirði, skólagönguna og áhrifavalda í lífinu.

 

> Skessuhorn - Vesturlandsvefurinn

 

> 08.01.2008 Rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar efldar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31