Tenglar

28. desember 2010 |

Erlendir gestir ánægðir með Íslandsheimsókn

Langflestir erlendir gestir sem koma til Íslands eru ánægðir með Íslandsferðina en 97% telja að hún hafi uppfyllt væntingar. Þetta er meðal niðurstaðna úr nokkrum spurningum sem Ferðamálastofa fékk Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) til að leggja fyrir erlenda gesti á Íslandi sumarið 2010. Tilgangurinn með þessum spurningum var m.a. að skoða samsetningu ferðamanna á Íslandi sumarið 2010, hvað dró þá til landsins, hvaða afþreyingu þeir nýttu og hver var upplifun þeirra á Íslandi.

 

Mikill meirihluti sagði náttúruna (82%) hafa haft áhrif á ákvörðun um Íslandsferð 2010 en þriðjungur nefndi íslenska menningu eða sögu. Aðrir þættir komu þar langt á eftir, svo sem hagstætt ferðatilboð (10%), vinir/ættingjar á Íslandi (10%), millilending (7%) og spa/heilsulind (6%).

 

Líkt og áður hafa erlendir gestir á Íslandi einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu en 82% sögðust hafa farið í náttúruskoðun í Íslandsferðinni sumarið 2010. 62% sögðust hafa farið í sund eða náttúruböð, helmingur í gönguferðir eða fjallgöngu og tæplega helmingur á söfn eða sýningar. Þá fóru 39% í hvalaskoðun, 36% í bátsferð, 31% heimsóttu handverksmiðstöð, 25% fóru í spa/heilsulind, 21% í eldfjallaferð, 16% í jökla- eða snjósleðaferð, 13% í hestaferð, 12% sóttu hátíð/viðburð, 7% fóru í lengri ferð með leiðsögn, 4% í fljótasiglingu (rafting) eða í stangveiði/skotveiði og 1% sérstaka heilsumeðferð.

 

Eins og áður sagði voru erlendir gestir nokkuð sáttir við Íslandsferðina á heildina litið og sögðu 65% að hún hefði uppfyllt væntingar að öllu leyti, 32% að hún hefði uppfyllt væntingar að mestu leyti en 3% að nokkru eða litlu leyti.

 

Vefur Ferðamálastofu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31