Tenglar

17. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Eru Reykhólar næstir á dagskránni hjá N1?

Skjáskot af vef N1 17. mars 2014.
Skjáskot af vef N1 17. mars 2014.

Tankarnir hjá N1 á Reykhólum eru, það ég best veit, á svipuðum aldri og tankarnir í Króksfjarðarnesi, og því fer væntanlega að styttast í að eitthvað þurfi að gera fyrir þá. Þess vegna vil ég hvetja þá sem málið varðar að sjá til þess, að sem allra fyrst verði farið í þær framkvæmdir sem þarf á Reykhólum til að þar geti verið eldsneytissala til frambúðar, svo að einn daginn verði ekki búið að loka þar líka. Þetta eru framkvæmdir sem gætu verið upp á 15 milljónir eða meira, og ekkert víst, núna eftir að N1 var skráð í Kauphöllinni, að hluthafarnir séu spenntir fyrir því að henda peningunum sínum í eitthvert krummaskuð út á landi og tapa þeim.

 

Þetta segir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum m.a. í pistli undir ofanritaðri fyrirsögn, sem hann sendi vefnum til birtingar í tilefni af þess að eldsneytissölu í Króksfjarðarnesi verður hætt í dag.

 

Pistil Bergsveins í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Sjá einnig:

14.03.2014 Dælunum í Nesi lokað nánast fyrirvaralaust

15.03.2014 Skorað á N1 að fresta lokuninni

 

Athugasemdir

Eyvindur, rijudagur 18 mars kl: 07:37

Í fyrra komu höfðingjar frá N1 til mín og þá var talað um að leggja niður dælurnar í Nesi en jafnframt að endurnýja tanka á Reykhólum og þá með 3 tanka kerfi. (Bensín,Dísel og litað). Ekkert heyrt meir. Nú eftir þessa framkvæmd hlýtur að vera komið að því að skipta um tankana hér.

Bergsveinn G Reynisson, rijudagur 18 mars kl: 07:57

Gott mál.
Nú er bara að sjá til þess að þeir standi við það og geri þetta almennilega.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30