Tenglar

8. desember 2015 |

Evrópumeistarinn sem fékk að lifa

Kristín Þorsteinsdóttir. Myndin er fengin á Facebooksíðu hennar.
Kristín Þorsteinsdóttir. Myndin er fengin á Facebooksíðu hennar.

Ísfirðingurinn Kristín Þorsteinsdóttir kom heim frá EM á Ítalíu í sundi einstaklinga með Downs-heilkenni sem fimmfaldur Evrópumeistari. Hún setti tvö heimsmet og átta sinnum Evrópumet. Eftir fyrra heimsmetið knúsaði hún mömmu sína og sagði við hana í geðshræringu: Takk fyrir að eignast mig. Óafvitandi hitti Kristín Þorsteinsdóttir naglann beint á höfuðið. Það er ekki sjálfsagt mál að fóstur með Downs-heilkenni fái að þroskast og fæðast.

 

Þannig hefst grein Kristins H. Gunnarssonar ritstjóra og fyrrv. alþingismanns í Bolungarvík, sem birt er hér á vefnum undir ofanritaðri fyrirsögn. Þar segir einnig meðal annars:

 

Opinberum stofnunum er ekki vel við Downs. Landlæknisembættið hvetur til þess í dreifibréfi að skimað verði fyrir því og Landspítalinn annast framkvæmdina með þeim árangri, að á árunum 2007-2012 greindust 38 tilvik og í öllum tilvikum lauk meðgöngunni með fóstureyðingu.

 

Afstaða Landssamtakanna Þroskahjálpar og áhugafólks um Downs-heilkennið er á allt annan veg. Þau líta á einstaklinga með Downs sem heilbrigða einstaklinga sem eru vissulega öðruvísi en fjöldinn. Bent er á að heilsa þeirra sé yfirleitt góð og það sem upp kemur sé að jafnaði meðhöndlanlegt með nokkuð auðveldum hætti. Lífslíkur einstaklinga með Downs eru nú 60 ár en voru aðeins 9 ár árið 1930.

 

Eins og staðan er og hefur verið um áratugaskeið fara læknar með úrslitavald og stefnumörkun í þessum málum. Á einum stað er afstaða þeirra kölluð mannkynsbótastefna. Um það er mikill ágreiningur gerður af hálfu samtaka aðstandenda einstaklinga með Downs-heilkennið og hafa þau ítrekað farið fram á opinbera umræðu um þessa „hreinsunarstefnu“.

 

Þær óskir hafa hingað til mætt daufum eyrum heilbrigðisyfirvalda. Mál er til komið að þjóðfélagið taki við sér og manni sig upp í umræðu og stefnumörkun á forsendum lífsins og réttar einstaklingins og setji læknastéttinni viðeigandi skorður. Afrek Kristínar Þorsteinsdóttur og ummæli hennar eru góður útgangspunktur.

 

Grein Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31