Tenglar

21. desember 2012 |

Eygló Kristjánsdóttir stendur í ströngu

Mengun frá fjögurra klukkutíma áramótabrennu er meiri en frá sorpbrennslustöðinni allt árið um kring, sagði Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umhverfisráðherra neitaði í dag beiðni sveitarfélagsins um tímabundna undanþágu til reksturs sorpbrennslunnar á Kirkjubæjarklaustri. Stöðin hefur ekki aðeins gegnt því hlutverki að eyða sorpi heldur hefur hitinn frá brennslunni verið notaður til húshitunar. Núna þegar hennar nýtur ekki lengur verður að kynda með rafmagni því að enginn kostur er á jarðhita á þessum slóðum.

 

Eygló Kristjánsdóttir viðskiptafræðingur tók við starfi sveitarstjóra Skaftárhrepps fyrir tveimur og hálfu ári. Þá hafði hún verið skrifstofustjóri Reykhólahrepps í átta ár. Eygló er tengdadóttir Reykhólasveitar, ef svo má segja, því að eiginmaður hennar er Bjarki Þór Magnússon frá Seljanesi, skammt innan við Reykhóla.

 

Hér má sjá og heyra viðtalið við Eygló í fréttum Stöðvar 2

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31