Tenglar

14. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Eyvi kaupmaður gerist afleysingamaður í búðinni

Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup.

Afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum styttist frá og með næsta mánudegi eins og venjulega á haustin. Framvegis verður opið frá mánudegi til föstudags kl. 10-17 (ath. til kl. 17, ekki 18), á laugardögum kl. 12-17 og LOKAÐ á sunnudögum. Ekki verður lengur hægt að reikna með að Eyvi kaupmaður verði kominn kl. 7 á morgnana eins og langflesta daga síðustu árin. „Núna er ég að fara að undirbúa það sem mig langar til að gera,“ segir hann.

 

„Ég verð nú samt í búðinni í afleysingum þegar ég verð á svæðinu í haust. Annars verða Ólafía og Katla systir hennar með búðina.“

     

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30