Tenglar

11. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Eyvi og Ólafía í Hólakaupum stofna rútufyrirtæki

Eyvindur og Ólafía í Hólakaupum.
Eyvindur og Ólafía í Hólakaupum.

Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir kaupmenn á Reykhólum hafa stofnað fyrirtæki sem ber heitið Westfjord Iceland Personal ehf. (WIP Tours). „Nú standa fyrir dyrum rútukaup og annar undirbúningur þess sem mig langar að gera, að fara með ferðamenn um Vestfirði, okkar frábæra landshluta,“ segir Eyvi. Hann stefnir að því að geta farið að keyra snemma næsta vor. Í mörg horn er að líta varðandi undirbúninginn, ekki síst að koma upp tengslaneti, bæði við gististaði og önnur fyrirtæki í móttöku ferðamanna á Vestfjörðum og varðandi skipulega öflun viðskiptavina.

 

Verslunin Hólakaup á Reykhólum er ennþá til sölu. „Við ætlum að auglýsa það betur núna í haust. Það voru aðilar heitir að kaupa í vor en það fjaraði undan því,“ segir Eyvindur.

 

Hann segir að fínt hafi verið að gera í búðinni í sumar. „Heimsmeistaramótið í fótbolta og örlítil væta drógu svolítið úr miðað við sumarið í fyrra. Svo sjáum við smá kreppu í því sem fólk kaupir. Fullt af útlenskum umbúðum í ruslatunnum, dósir og pakkningar, ég hef ekki séð svona mikið af slíku áður. Hræddur er ég um að það sé minna af verðmætum sem ferðamenn skilji eftir núna en meira af rusli.“

 

Tengd frétt:

Verslunin Hólakaup á Reykhólum til sölu

         

Athugasemdir

Björg Karlsdóttir, rijudagur 12 gst kl: 09:34

já það er ekkert annað! Gangi ykkur vel hvað sem þið gerið.

Àsta Sjöfn, rijudagur 12 gst kl: 12:20

Fràbært hjá ykkur. Til hamingju.

Jóhanna Ösp, rijudagur 12 gst kl: 13:33

úúúúú spennó :) gangi ykkur vel!

Hjalti, rijudagur 12 gst kl: 16:15

Hamingju óskir með nýja fyrirtækið, Þvílíkur kraftur í ykkur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31