Tenglar

7. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fækkun sjúkrabíla frestað

Ákveðið hefur verið að fresta því að fækka sjúkrabílum í Búðardal úr tveimur í einn um áramótin eins og til stóð og verður málið skoðað betur fram á næsta ár. Þetta gildir líka um fyrirhugaða fækkun sjúkrabíla í Ólafsvík og á Hvammstanga.

 

Frá þessu er greint á vefnum Búðardalur.is.

 

Athugasemdir

Einar Sveinn Ólafsson, laugardagur 09 nvember kl: 12:14

Þakka ber baráttu Dalamanna við að verja öryggi okkar í Reykhólahreppi með því að koma í veg fyrir að fækkað yrði um einn sjúkrabíl í Búðardal.

Staðreyndir málsins eru:
Búðardalur er með eitt víðfeðmasta heilsugæslusvæði landsins. Svæðið nær frá Bröttubrekku í suðri að Skálmanesmúla í vestri. Frá Búðardal að Skiptá á Litlanesi það eru um 170 kílómetrar. Sjúkraflutningur frá suðurfjörðum Vestfjarða getur tekið um 10 klukkustundir.
Ekki er hægt að treysta á aðstoð sjúkrabifreiðar frá Hólmavík að vetrarlagi þar sem færð um Þröskulda hefur verið mjög erfið dögum saman að vetrarlagi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31