Tenglar

14. febrúar 2017 | Umsjón

Færðin í vetur einstök

Í blíðviðrinu sem verið hefur að undanförnu eru allir helstu þjóðvegir greiðfærir og aðeins hálendisleiðir eru lokaðar. Þetta er óvenjulegt og tíðindum sætir að leiðin norður í Árneshrepp á Ströndum sé greiðfær um miðjan febrúar.

 

„Ég man ekki eftir jafngóðu tíðarfari í langan tíma og verið hefur að undanförnu,“ segir Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík, í samtali við Morgunblaðið í dag. Sína menn segir hann í tvígang hafa farið leiðina norður í Árneshrepp frá áramótum; í annað skiptið til að hreinsa snjó af vegi og í hitt skiptið til að brjóta upp klakabunka með stórum veghefli.

 

Vegagerðarmenn á Hólmavík sjá um þjónustu á víðfeðmu svæði, svo sem fjallvegina yfir Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði. Aldrei hefur komið til þess í vetur að þeir hafi teppst, utan einhverja klukkutíma þegar hryðjur ganga yfir, segir Jón Hörður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30