Tenglar

30. desember 2016 | Umsjón

Færeyingar og Íslendingar eru frændur

Mynd: Dimmalætting / Jens Kr. Vang.
Mynd: Dimmalætting / Jens Kr. Vang.

Okkur langar til að vekja athygli á því sem við hrintum af stað á Facebookarsíðu sem hét áður Færeyingar: Við biðjumst afsökunar en heitir núna Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Þessi síða var stofnuð í lok ágúst 2014 vegna Nærabergsmálsins. Þá söfnuðust á fjórtánda þúsund læk á síðuna á tæpum tveimur sólarhringum og studdu þar með kröfuna um að Nærabergið fengi að leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn og fengi þá þjónustu sem skipið og áhöfn þurftu á að halda.

 

Síðunni hefur verið haldið á lífi síðan með því að setja inn ýmsar fréttir af báðum þjóðum, Færeyingum og Íslendingum. Á Þorláksmessu var fyrsta fréttin af storminum Urði sett þar inn og svo önnur annan í jólum. Fylgjendur síðunnar bentu á að ríkisstjórninni bæri að styðja Færeyinga við að bæta það eignatjón sem jólaóveðrið hefði valdið. Við settum saman áskorun á íslensk stjórnvöld þar sem þessu var komið á framfæri (slóð á áskorunina hér). Áskorunin var send á forsetann, ráðherrana og svo alla þingmenn.

 

Þaðan hafa engin viðbrögð borist enn. Fylgjendum síðunnar leiddist þófið og hvöttu til landssöfnunar. Í gærmorgun brugðust fjölmiðlar á höfuðborgarsvæðinu við og fluttu fréttir af framtakinu. Síðdegis í gær var opnaður söfnunarreikningur í Sparisjóði Strandamanna fyrir landssöfnunina (sjá mynd með upplýsingum hér). Búið er að hafa samband við færeyska ræðismanninn hér á landi sem mun sjá um að koma því sem safnast til lögmannsins í Færeyjum, sem mun koma fjárhæðinni áfram á viðeigandi aðila.

 

Það sem knýr okkur og fylgjendur síðunnar áfram er sú staðreynd að Færeyingar hafa alltaf verið boðnir og búnir að styðja rausnarlega við okkur á erfiðleikatímum. Margir muna líka eftir því hvernig þeir studdu íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar eins og þar færu þeirra menn. Okkur langar til að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel og þeir hafa sýnt okkur.

 

Addy Steinars, sími 821 2488.

Rakel Sigurgeirsdóttir, sími 849 7716.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30