Tenglar

16. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fallegustu rabarbarakökurnar og uppskriftin

Sigrún Kristjánsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir og Sigurlaug María Hreinsdóttir við baksturinn.
Sigrún Kristjánsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir og Sigurlaug María Hreinsdóttir við baksturinn.
1 af 2

Reykhólavefnum hafa borist myndir af kökunum sem verðlaun hlutu sem þær fallegustu í rabarbarakökukeppninni á Reykhóladögum. Nokkuð ljóst má vera að þessi bakstur er ekki mjög leiðinlegur! Eins og fram hefur komið (sjá tengil hér neðst) voru veitt tvenn verðlaun, annars vegar fyrir bestu kökuna og hins vegar fyrir þær fallegustu. Þar eð mjótt var á munum í smökkuninni og einkunnagjöfinni fyrir allra besta bragðið eru hér ekki aðeins birtar myndir frá bakstrinum heldur einnig uppskriftin.

 

Verðlaunin fyrir fallegasta rabarabarabakkelsið fékk Sigrún Kristjánsdóttir fyrir bollakökurnar sínar. Fyrir þá sem ekki þekkja til vegna þess að Sigrún er nýflutt á Reykhóla má nefna, að maður hennar er Ágúst Már Gröndal, framleiðslustjóri hjá Norður & Co. (saltverkinu nýja) en bróðir hennar er Eiríkur Kristjánsson húsasmíðameistari á Reykhólum.

 

 

Rabarbara-bollakökur Sigrúnar Kristjánsdóttur 

 

 

Efnið

 

Bollakökur

150 g smjör

150 g sykur

3 egg

150 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1 msk nýmjólk

4-5 bollar smátt skorinn rabarbari

 

Rabarbaramauk

500 g rabarbari

300 g sykur

1 dl hunang

safi úr hálfri sítrónu

 

Smjörkrem

100 g smjör

150 g flórsykur

2 tsk vanilludropar

ögn bleikur matarlitur

safi úr hálfri sítrónu

 

 

Aðferðin

 

Bollakökur

Ofninn hitaður í 180°C með blæstri. Egg og sykur vel þeytt saman. Mjúku smjörinu hrært saman við. Restinni bætt við, hrært vel. Deiginu er síðan skammtað í bollakökuform og deigið aðeins látið fylla þriðjung eða helming af forminu. Bakað við 180° í 8-10 mínútur eða þangað til yfirborð kökunnar hefur brúnast fallega.

 

Rabarbaramauk

Rabarbarinn er hreinsaður og skorinn í bita. Hann er síðan settur í pott ásamt öðrum hráefnum og það soðið við lágan hita í 15-20 mínútur.

 

Smjörkrem

Smjörið skal vera vel mjúkt. Öllu hráefni er blandað saman í skál og hrært vel.

 

 

Að síðustu 

 

Þegar bollakökurnar eru bakaðar og hafa kólnað er rabarbaramaukinu smurt á þær og kreminu síðan sprautað þar ofan á. Fallegt er að nota kremsprautu með millistórum stút, sprauta í spíralhreyfingu sem byrjar í miðju og út til að mynda rósamynstur. Síðan er kremið skreytt með ögn af kökuskrauti í lokin.

 

 

 

Sjá einnig:

Uppskrift- besta kakan: Rabarbarapæ frá Árbæjarkonum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31