Tenglar

1. apríl 2011 |

Fanney Sif sigraði á Hólmavík

Fanney Sif Torfadóttir.
Fanney Sif Torfadóttir.
Reykhólastúlkan Fanney Sif Torfadóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Hólmavík í gær, en þar kepptu nemendur í skólunum á Hólmavík, Drangsnesi, Borðeyri og Reykhólum. Keppnin er haldin árlega um land allt meðal nemenda í sjöunda bekk grunnskóla. Keppendur á Hólmavík í gær voru sautján talsins. Nemendur í Reykhólaskóla hafa fimm sinnum tekið þátt í keppninni og alltaf lent í verðlaunasætum.

 

Efstu sætin í keppninni á Hólmavík:

          1. Fanney Sif Torfadóttir, Reykhólaskóla

          2. Eyrún Björt Halldórsdóttir, Grunnskólanum á Hólmavík

          3. Helga Dögg Lárusdóttir, Grunnskólanum á Borðeyri

 

Sérstök verðlaun fékk Andri Már Bjarkason, Grunnskólanum á Hólmavík, fyrir frábæran ljóðalestur.

 

Formaður dómnefndar var Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sparisjóður Strandamanna gaf peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

 

Foreldrar Fanneyjar Sifjar eru Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri á Reykhólum, og Torfi Pálsson, starfsmannastjóri hjá Ístaki.

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, fstudagur 01 aprl kl: 23:33

Rosalega flott hjá flottri stelpu, til hamingju elsku besta Fanney;-)

Daníel, Kári og Ragnhildur, laugardagur 02 aprl kl: 09:53

Flott hjá þér elsku Fanney Sif okkar.

Solla Magg, sunnudagur 03 aprl kl: 01:42

TIl lukku elskan, þú ert alltaf svo flott og þetta var frábært hjá þér .

Dóra frænk, sunnudagur 03 aprl kl: 12:34

Flott hjá þér Fanney mín. Innilega til hamingju.

Hrefna Hugosdóttir, rijudagur 05 aprl kl: 11:12

TIl hamingju, þú ert snillingur:)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30