Tenglar

14. júní 2016 |

Fasteignamat í Reykhólahreppi hækkar um 5,1%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,8% frá yfirstandandi ári og verður 6.293 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í síðustu viku. Matið hækkar á 94,6% eigna en lækkar á 5,4% eigna frá fyrra ári. Í Reykhólahreppi hækkar fasteignamatið um 5,1%.

 

Í öðrum vestfirskum sveitarfélögum hækkar matið mest í Vesturbyggð, eða um 12%, síðan í Ísafjarðarbæ um 8,6% og í Bolungarvík um 5,6%. Bæði Í Súðavíkurhreppi og Árneshreppi hækkar það mun minna en í Reykhólahreppi. Í Kaldrananeshreppi, Tálknafjarðarhreppi og Strandabyggð lækkar það lítillega.

 

Matið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2016. Það tekur gildi 31. desember 2016 og gildir fyrir árið 2017. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 1. september 2016.

 

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 8,8%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 6,8%, hækkar um 5,8% á Vesturlandi, 6,9% á Vestfjörðum, 0,2% á Norðurlandi vestra, 5,7% á Norðurlandi eystra, 5,6% á Austurlandi og 4,8% á Suðurlandi.

 

Hér má sjá breytingar á fasteignamati eftir sveitarfélögum

 

Sjá nánar hér á vef Þjóðskrár

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31