Tenglar

23. febrúar 2017 | Umsjón

Fasteignamat sumarbústaða endurskoðað

Aðferðir fasteignamats fyrir sumarbústaði verða endurskoðaðar í næsta fasteignamati sem kynnt verður í júní og mun gilda fyrir árið 2018. Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá að nýjar matsaðferðir sumarbústaða feli í sér tengingu kaupsamninga við eiginleika þeirra, svo sem stærðir og byggingarár.

 

Helsta breyting frá núverandi matsaðferðum felist í því að staðsetning eigna og nálægð við þjónustu muni skipta meira máli en hún gerir nú. Ástand og gæði sumarbústaða hafi einnig talsverð áhrif á markaðsverð þeirra.

 

Eiganda sumarbústaðar verður gert kleift að skila sjálfur upplýsingum um ástand og gæði hússins með því að fylla út eyðublað hér á skra.is. Það á helst við ef ástandi er ábótavant eða ef bústaður hefur verið mikið endurnýjaður, mikið hefur verið gert fyrir lóðina eða ef byggt hefur verið við hann án þess að það sé skráð í fasteignaskrá. Eigandi skilar þá inn textalýsingu ásamt ljósmyndum af bústaðnum.

 

Þjóðskrá mun síðan nýta þessar upplýsingar til þess að endurbæta matsforsendur bæði fyrir fasteignamat og brunabótamat. Landssamband sumarhúsaeigenda og Þjóðskrá hafa tekið höndum saman að kynna eigin skoðun sumarbústaða fyrir eigendum þeirra.

 

Einnig er að hefjast nýtt átak til þess að númeramerkja þá 6.393 sumarbústaði sem enn hafa ekki neyðarnúmer, af alls 12.722 bústöðum á landinu. Öryggi númeranna hefur margoft sannað sig. Að mati Þjóðskrár og Landsambands sumarhúsaeigenda er nauðsynlegt er að koma á skyldu samkvæmt lögum að hafa öryggisnúmer á öllum sumar-bústöðum á landinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31