Fastur á Þorskafjarðarheiði
Fyrir nokkrum dögum þurfti lögregla að aðstoða vegfarendur á Þorskafjarðarheiði þar sem ökumaður hafði fest bílinn. Hann hafði farið á heiðina þrátt fyrir að hún væri auglýst lokuð. Lögregla kallaði út björgunarsveit til aðstoðar. Þá kallaði lögregla einnig út björgunarsveit til að aðstoða ökumann á Klettshálsi vegna veðurs og ófærðar.
Lögregla vill brýna fyrir vegfarendum að kynna sér ástand og færð áður en lagt er af stað á þessum árstíma og leggja alls ekki á þá fjallvegi sem auglýstir eru lokaðir. Þá beinir lögregla því til foreldra og forráðamanna barna og unglinga að þau noti endurskinsmerki og yfirleitt að allir noti endurskinsmerki.
Minnt skal á tengil hér vinstra megin á síðunni - Veður og færð - þar sem meðal annars er að finna upplýsingar frá Vegagerðinni sem stöðugt eru uppfærðar allan daginn.